Vantar þig aðstoð?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja fjarhjálparforrit Arinu.

Þegar forritið er opnað fær þjónustufulltrúi Arinu tilkynningu og tengist vél þinni innan tíðar.

Fjarhjálp
[email protected]
s: 419 9191
 

Heimahjálp

Arína upplýsingatækni býður upp á faglega og hagkvæma tölvu- og tækniþjónustu fyrir eintaklinga og heimili.

 

Vantar þig aðstoð við uppsetningu, viðhald eða innkaup? Á að fara að gera breytingar? Vantar aðstoð við notkun tölvunnar?

 

Starfsfólk Arínu er tilbúið að aðstoða. Skoðaðu mismunandi þjónustuleiðir í boði hér fyrir neðan og sendu okkur skilaboð hér til hægri eða hringdu í okkur í síma 419 9191 og við finnum tíma sem hentar.

 

Einnig býður Arína upp á mikið úrval tækja og lausna í vefversluninni. Við sendum vörurnar heim að dyrum! Við setjum margar vörur upp fyrir þig og með völdum vörum komum við jafnvel heim til að klára uppsetningu með þér og kenna þér grunnatriðin þér að kostnaðarlausu.

  Nafn
  Efni
  Netfang
  Efni
  Hvað getum við aðstoðað þig með?


  Kynntu þér kostina

  Heimahjálp

  Starfsmaður mætir heim til þín og aðstoðar við uppsetningu, viðhald, yfirferð og aðra aðstoð fyrir tölvuna þína, símann, spjaldtölvuna, sjónvarpið, prentarann og önnur jaðartæki sem tengjast tölvunni.

   

  Við tökum þráðlausa netið í gegn, mælum styrk og hraða. Lögum eða setjum upp nýtt net eftir þörfum og óskum hvers og eins.

   

  Einnig sjáum við um viðameiri framkvæmdum eins og uppfestingu tækja á veggi eða loft, vinnu við raflagnir og annað slíkt sem getur tengst tækjabúnaði heimilisins. Hafðu samband og við gerum áætlum með þér og klárum verkið.

   

  • Grunn þjónustan kostar kr. 9.900.- og innifelur hún akstur á staðinn og hálftíma af vinnu. Tíminn byrjar að telja frá því að Arína mætir á staðinn.
  • Eftir hálftíma bætast svo við kr. 2.490.- fyrir hverjar hafðar 15 mínútur.
  • Allur auka búnaður og efni sem er notað er svo rukkað aukalega.

   

  Athugið að ef búnaður er keyptur á vef Arínu fylgir oft uppsetning og handleiðsla án auka kostnaðar. Við mælum eindregið með að skoða möguleikana.

  Fjarhjálp

  Starfsfólk Arínu aðstoðar þig með tölvuvandamál í gegnum netið, svo framarlega sem tölvan er nettengd. Við tengjumst vélinni og vinnum í henni með þér. Við leysum vandamálin saman svo að þú getir haldið áfram að sinna þínum málum án vandræða.

   

  Þú sækir einfaldlega fjarhjálparforrit Arínu hér, ræsir forritið og hringir í okkur. Við tengjumst sjálfkrafa og hjálpum þér. Algjörum trúnaði er heitið á hverju stigi þjónustunnar.

   

  • Fjarhjálp kostar kr. 3.990.- fyrir fyrstu 15 mínúturnar.
  • Eftir fyrstu 15 mínúturnar kosta hverjar hafðar 15 mínútur 2.490 kr. Tíminn byrjar að telja þegar símtal hefst.

  Aðstoð við innkaup tækja

  Þarf að kaupa nýja tölvu? Nýja skjá, sjónvarp eða prentara? Við mælum með og förum jafnvel með í verslunina til að ráðleggja hvað getur hentað best.

  Ráðgjöf

  Tæknimál geta verið ótrúlega flókin. Oft getur verið gott að hafa einhvern til að ráðleggja og þýða öll þessi hugtök yfir á mannamál. Starfsfólk Arínu aðstoðar við að vinna úr upplýsingaflóðinu og hjálpar til við að finna bestu lausnina á þínum forsendum.

  Athugið. Öll verð birt á síðunni eru birt með vsk.

  Greitt er tímagjald fyrir viðbótaruppsetningu tækja og þjónustu skv.  almennri verðskrá eða þjónustusamningi nema annað komi fram.

  Öll verð eru birt með fyrirvara um villur á síðu. Hafðu samband til að fá staðfest verðtilboð.

  Arína býður einnig upp á fyrirtækjaþjónustu. Fyrirtækjaþjónusta er annars eðlis og er því dýrari en heimaþjónusta. Ef þig vantar aðstoð fyrir fyrirtæki þitt saltu kynna þér fyrirtækjaþjónustu Arínu hér.