kr. 29.400
ATH! Microsoft hefur boðað um 11% hækkun að meðaltali frá og með 1. apríl 2023. Þetta gerist vegna breytinga á útreikningi gengis milli Bandaríkjadollars og Evru og getur það þýtt enn meiri ófyrrsjáanleika í verði hér á Íslandi. Ný verðskrá hefur t.a.m. ekki verið formlega kynnt fyrir endursöluaðilum og því getum við aðeins áætlað verðið að svo stöddu. Microsoft hefur gefið út að þótt að meðaltalshækkun sé um 11% getur verið að í einhverjum tilfellum lækki verð á einstaka vörum. Við hlökkum til að fá betri upplýsignar og við munum uppfæra verð og upplýsingar um leið og hægt er.
Microsoft 365 er alhliða skrifstofulausn sem inniheldur m.a. tölvupóst, dagatal, skjalakerfi og skjalavistun ásamt fjölmörgum öðrum viðbótum.
Microsoft 365 hentar vel fyrir öll fyrirtæki og stofnanir og er langvinsælasta skrifstofukerfi á Íslandi og víðar. Word, Excel, Powerpoint, Outlook o.fl forrit eru innifalin í Microsoft 365 standard og stærri áskriftarleiðum og OneDrive gagnavistun fylgir öllum leiðum.
Microsoft 365 Business Standard er eins og nafnið gefur til kynna staðlaði pakkinn frá Microsoft. Í þessum pakka eru öll Office forritin fyrir tölvuna og snjalltækin ásamt vefforritum, póstþjónustu, OneDrive, SharePoint og Microsoft Teams, allt í einum pakka.
Hafðu samband ef þú vilt greiða mánaðarlega fyrir áskriftina eða veldu hve marga notendur þú þarft og gakktu frá kaupum á ársleyfi og borgaðu aðeins fyrir 10 mánuði af 12.