Arína er framsækið fyrirtæki sem vinnur með einfaldar, hagkvæmar og öruggar lausnir sem henta litlum til meðalstórum fyrirtækjum.
Við vinnum með þér, að sérsníða lausnir og þjónustu sem henta þínu fyrirtæki, því við vitum að mismunandi lausnir henta mismunandi fyrirtækjum.
Við bjóðum alhliða tölvu- og tækniumsjón, ráðgjöf, hugbúnað og tæki svo þitt fyrirtæki geti treyst því að allar tæknilegar þarfir séu í öruggum höndum. Arína sér um tæknimálin fyrir þig svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þeim.
Starfsfólk Arínu býr yfir áralangri reynslu af kerfisumsjón og tækniþjónustu. Við viljum nálgast alla okkar viðskiptavini af virðingu og heilindum og byggja upp traust samstarf til framtíðar.
Arína býður einungis upp á traustar og góðar lausnir. Arína er viðurkenndur samstarfs- og þjónustuaðili fyrir eftirfarandi fyrirtæki og lausnir.
Viðskiptavinir
Arína hefur átt ánægjuleg viðskipti við fjölmörg fyrirtæki, félög of stofnanir í gegnum tíðina.
Hér má sjá nokkur dæmi um viðskiptavini Arínu.
Hvað segja viðskiptavinir okkar?
Space Iceland
Við hjá Space Iceland eigum Arína mikið að þakka. Arína er alltaf til taks og stökkva í ótrúlegustu verkefni fyrir okkur. Starfsfólk Arína er þægilegt og þolinmótt. Við erum mjög ánægð að hafa valið Arína.
Atli Þór Fanndal Framkvæmdastjóri
Hafðu samband
Hafðu samband til að fá upplýsingar, tilboð í viðskipti eða bara, að segja hæ!
Fylltu út formið og sendu okkur skilaboð. Kíktu í kaffi eða bjallaðu í okkur. Við hlökkum til að heyra í þér.
Arína hefur alla tíð viljað leiða gott af sér og styrkja félagsstarf og verðug málefni sem vinna að bættu samfélagi. Arína er stolt að styðja þessa og fleiri aðila með einum eða öðrum hætti
Samfélagsábyrgð
Arína hefur sterka samfélagskennd. Þess vegna vill Arína gera það sem hún getur til að styðja við mannréttinda- og félagasamtök sem hafa litla fjármuni til að vinna með en hafa háleit markmið fyrir samfélagið okkar.
Ef félagið þitt er skráð sem frjáls félagasamtök og eru ekki rekin í gróðaskyni þá vill Arína leggja sitt að mörkum eftir bestu getu. Sendu okkur línu og við munum skoða hvort við getum aðstoðað og með hvaða hætti.