Vantar þig aðstoð?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja fjarhjálparforrit Arinu.

Þegar forritið er opnað fær þjónustufulltrúi Arinu tilkynningu og tengist vél þinni innan tíðar.

Fjarhjálp
[email protected]
s: 419 9191
 

Viðskiptaskilmálar

Inngangur

Eftirfarandi eru almennir viðskiptaskilmálar Arínu upplýsingatækni ehf, hér eftir nefnt Arína eða fyrirtækið. kt. 600818-2010, aðsetur Arínu er Hallgerðargata 21, 105 Reykjavík en einnig rekur Arína skrifstofu fyrir daglegan rekstur að Laugavegi 163, 105 Reykjavík.

 

Samningsform og umfang

Viðskiptaskilmálar ásamt samningum, samningsviðaukum, samþykktum tilboðum og eftir atvikum viðskiptaskilmálum birgja eða framleiðanda fela í sér heildarsamning milli Arínu og viðskiptavina. Heildarsamningur telst kominn á þegar samningur, samningsviðauki eða tilboð hefur verið samþykkt skriflega eða með rafrænu samþykki svo sem í tölvupósti.

Nema annað sér tekið fram í einstökum samningum eða tilboðum þá gilda samningar Arínu í 12 mánuði frá undirskrift og eru óuppsegjanlegir á þeim tíma. Að þeim tíma liðnum er samningur uppsegjanlegur af beggja hálfu með 3ja mánaða fyrirvara sem miðast við næstu mánaðamót eftir að skrifleg uppsögn er lögð fram. Framsal er óheimilt nema með skriflegu samþykki gagnaðila, (sjá þó ákvæði kafla um ábyrgð samningsaðila).

Efni samninga er trúnaðarmál milli Arínu og viðskiptavinar þar til báðir aðilar hafa samþykkt annað skriflega.

Við lok samnings skuldbinda aðilar sig til að skila gögnum og búnaði sem nánar greinir í viðauka sé þess óskað. Við lok samnings er þjónustusala heimilt að eyða gögnum og fjarlægja búnað. Kostnaður er hlýst af afhendingu og eyðingu gagna skal greiddur af þjónustukaupa, samkvæmt tímagjaldi í gjaldskrá þjónustusala.

 

Gjaldskrá og greiðsluskilmálar

Um endurgjald fyrir vöru eða þjónustu skal fara eftir gildandi gjaldskrá Arínu á hverjum tíma. Arína hefur gefið út gjaldskrá og er vísað til hennar fyrir verkefni þar sem unnið er eftir tímagjaldi. Minnsta eining tíma er 0,25 klukkustundir. Arína áskilur sér rétt til að breyta einhliða þjónustuverðskrá, það er tímagjaldi sem og vöruframboði sínu. Arína skal tilkynna um slíkar breytingar með að lágmarki 3 mánaðar fyrirvara.

Ef ekki er um annað samið, verða verkefni unnin samkvæmt tímagjaldi. Vísað er til gjaldskrár um gjald fyrir einstök verkefni. Unnir tímar, ásamt útlögðum kostnaði, verða að jafnaði innheimtir um hver mánaðarmót. Stærri útgjöld verða reikningsfærð strax og til þeirra hefur verið stofnað.

Viðskiptavinurinn verður upplýstur um útlagðan kostnað sem hann er ábyrgur fyrir áður en til þeirra útgjalda verður stofnað, nema kostnaðurinn hafi verið samþykktur í samningi eða með öðrum hætti eða hann telst nauðsynlegur til að tryggja hagsmuni viðskiptavinarins og samþykkis hans var ekki hægt að afla áður en til kostnaðarins var stofnað.

Allir reikningar hafa 14 daga gjaldfrest nema um annað hafi verið samið. Verði vanskil reiknast dráttarvextir í samræmi við lög. Samningur þessi fellur sjálfkrafa úr gildi við gjaldþrot annars hvors samningsaðila.

Ef um vanskil er að ræða á viðskiptareikningi þjónustukaupa hefur þjónustusali heimild til að segja upp samningi fyrirvaralaust að undangenginni aðvörun. Hægt er að rifta samningnum ef um alvarlegar vanefndir annars hvors samningsaðila er að ræða. Riftunin skal studd skriflegum rökum og skal þá gefinn 15 daga frestur til úrbóta.

 

Ábyrgð samningsaðila

Bótaskylda Arínu á grundvelli ábyrgðar samkvæmt samningum vegna hvers konar mistaka, villna, vanrækslu, truflana, tafa, tjóns eða galla á þjónustu, hugbúnaði eða vélbúnaði sem verður í tengslum við samninga aðila, takmarkast við jafnvirði þeirrar þóknunar sem viðskiptavinur hefur sannanlega greitt til Arínu fyrir þá tilteknu þjónustu, hugbúnað eða vélbúnað sem tjónið tengist á síðustu þremur mánuðum fyrir það atvik sem orsakaði umrætt tjón. Undanþegin er stofnkostnaður vegna búnaðar.

 

Takmörkun ábyrgðar

Þjónustusali ber ekki ábyrgð á afleiðingum sem rekja má til þess að ekki hafi verið hægt að sinna þjónustu svo fremi sem hægt sé að sýna fram á að það megi rekja til óviðráðanlegra eða ófyrirséðra orsaka (force majeure) t.d. viðskiptahamla, flutningsskaða, eldsvoða, verkfalla eða farsóttar.

Þjónustusali ber í engu tilviki ábyrgð á neins konar óbeinu eða afleiddu tjóni þar á meðal glötuðum ágóða eða ráðgerðum sparnaði.

Þjónustusali er ekki bótaskyldur vegna tjóns sem orsakast af vali þjónustukaupa á búnaði frá þriðja aðila eða tjóns sem er afleiðing rangrar notkunar þjónustukaupa eða þriðja aðila á kerfinu, né vegna galla eða bilunar í hug- eða vélbúnaði.

 

Öryggismál og trúnaður

Viðskiptavinur telst ábyrgðaraðili í skilningi laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónu-upplýsinga, með síðari breytingum, að því er varðar efni sem hann leggur til í samræmi við viðauka við samning þennan og áður nefnd lög ná yfir, enda leiði ekki annan skilning af lögunum. Arína telst eftir atvikum vinnsluaðili samkvæmt sömu lögum vegna vinnslu efnis sem viðskiptavinur leggur til samkvæmt samningi þessum.

Allir starfsmenn Arínu undirrita heit um þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptavina og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum viðskiptavina og eðli málsins. Þessi þagnarskylda gildir bæði meðan starfsmenn vinna samkvæmt samningum og eins eftir að þeir hætta að vinna samkvæmt þeim. Arína ábyrgist að starfsmenn fyrirtækisins verði upplýstir um þessa ábyrgð. Á sama hátt ábyrgjast viðskiptavinir þagmælsku varðandi málefni Arínu sem þeir kunna að komast að vegna framkvæmdar samnings þessa. Ákvæði um trúnað gilda áfram þótt til samningsslita eða uppsagnar samninga komi.

 

Ágreiningsmál

Íslensk lög gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og tilboð sem Arína gerir við viðskiptavini sína. Komi upp ágreiningur um framkvæmd á samningum þessum skulu Arína og viðskiptavinur leitast við að leysa ágreininginn með samkomulagi ef þess er einhver kostur.

Aðilar eru skuldbundnir til að standa við allar samningsskyldur sínar þótt ágreiningi út af samningum sé skotið til dómstóla. Mál sem rísa vegna samnings þessa skal reka fyrir Héraðsdómi í varnarþingi Arínu upplýsingatækni ehf.

 

Skilmálar netverslunar Arínu

Almennt

Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna gengisbreytinga, rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar. Arína upplýsingatækni áskilur sér rétt til að breyta verðum eða að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga.

 

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og eru birt með virðisaukaskatti (VSK).

 

Áskriftir í vefverslun

Tvennskonar áskriftir er að finna í vefverslun Arínu; mánaðaráskrifir og árs áskriftir og um þær gilda mismunandi skilmálar:

Mánaðaráskriftir er ekki hægt að versla beint á vefsíðunni. Aðeins er boðið upp á að senda fyrirspurn. Mánaðarlegar áskriftir eru innheimtar með kröfu senda í netbanka. Kröfur eru sendar í upphafi mánaðar fyrir notkunn í nýliðnum mánuði hverju sinni og teljast þá hámarks fjöldi leyfa sem var úthutað á sama tíma yfir mánuðinn óháð dagafjölda.

Árs áskriftir eru ávalt greiddar fyrirfram. Á vefsíðu Arínu er hægt að kaup árs áskriftir á vefsíðunni sjálfri og greiða fyrir árið með kröfu, greiðlsukorti, kortaláni, Netgíró eða Pei. Þegar líður að endurnýjun áskriftar mun Arína senda kröfu í netbanka viðkomandi óháð greiðlsuleið á vefsíðu. krafan er send út í upphafi mánaðar með 14 daga greiðslufrest 2-6 vikum fyrir endurnýjun. Ef áskriftin endurnýjast á fyrrihluta mánaðarins þá er krafan send í upphafi mánuðarins á undan. Sé krafan ógreidd þegar kemur að endurnýjun mun áskriftin renna út og verða óvirk.

Ef greiðandi vill enda ásrkift skal það gert skriflega minnst mánuði fyrir endurnýjun.

Hægt er að afþakka þessa kröfu með því að haka í viðeigandi reit í kaupferlinu. Þegar það er gert er viðskiptavin frjálst að endurnýja á vefsíðunni þegar líður að endurnýjun og er það á hans ábyrgð að ganga frá greiðslu fyrir lok núverandi áskriftar.

 

Afhending vöru

Allar pantanir með hugbúnaðarpakka og -áskriftir eru afgreiddar eigi síðar en næsta virka dag eða í samráði við kaupanda.

Pantanir með efnislega vöru eru afhentar eða sendar í pósti með Íslandspósti næsta virka dag eða í samráði við kaupanda.

 

Skilafrestur og endurgreiðslur

Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru er reynt að verða við því, sé þess nokkur kostur, óháð fyrir fram ákveðnum tímaramma. Skilyrði er að varan sé í upprunalegu ástandi, allir fylgihlutir og handbækur fylgi með vöru og umbúðir séu í góðu ástandi.

Að þessum skilyrðum uppfylltum er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi.

Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum, notuðum vörum eða hugbúnaðarleyfum sem Arína upplýsingatækni selur í umboðssölu. Um þau leyfi gilda reglur viðkomandi hugbúnaðarsala og er Arína upplýsingatækni bundin þeim reglum.

 

Greiðslumáti

Arína upplýsingatækni býður upp á nokkrar mismunandi greiðsluleiðir á vefsíðunni.

Boðið er upp á greiðslur með Netgíró og gilda almennir skilmálar Netgíró um þær.

Einnig er boðið upp á greiðlsur með Pei og gilda þá almennir skilmálar Pei um þær.

Hægt er að greiða með kreditkorti eða debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Engin kortanúmer eru geymd hjá Arínu og allar kortafærslur fara í gegnum greiðslusíðu Valitor.

Hægt er að dreifa greiðslu með kortaláni Valitor. Sjá skilmála

Arína býður einnig upp á að senda kröfu beint í banka. Sú krafa hefur 14 daga greiðslufrest. Ef krafa er ógreidd að tveimur vikum liðnum frá eindaga er krafa send til innheimtu hjá Motus ehf.

 

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

 

Breyting á samningaskilmálum

Arína áskilur sér rétt til að breyta einhliða skilmálum þessum. Viðkomandi breytingar skulu kynntar viðskiptavinum með að minnsta kosti 3ja mánaða fyrirvara, þar skal kynna hvað breytingarnar fela í sér og eftir atvikum rétt viðskiptavinarins til að segja upp gildandi samningi.

 

 

Síðast uppfært 1.4.2023