Arína er framsækið fyrirtæki sem vinnur með einfaldar, hagkvæmar og öruggar lausnir sem henta litlum til meðalstórum fyrirtækjum.
Við vinnum með þér, að sérsníða lausnir og þjónustu sem henta þínu fyrirtæki, því við vitum að mismunandi lausnir henta mismunandi fyrirtækjum.
Við bjóðum alhliða tölvu- og tækniumsjón, ráðgjöf, hugbúnað og tæki svo þitt fyrirtæki geti treyst því að allar tæknilegar þarfir séu í öruggum höndum. Arína sér um tæknimálin fyrir þig svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þeim.
Starfsfólk Arínu býr yfir áralangri reynslu af kerfisumsjón og tækniþjónustu. Við viljum nálgast alla okkar viðskiptavini af virðingu og heilindum og byggja upp traust samstarf til framtíðar.
Arína hefur sterka samfélagskennd. Þess vegna vill Arína gera það sem hún getur til að styðja við mannréttinda- og félagasamtök sem hafa litla fjármuni til að vinna með en hafa háleit markmið fyrir samfélagið okkar.
Ef félagið þitt er skráð sem frjáls félagasamtök og eru ekki rekin í gróðaskyni þá vill Arína leggja sitt að mörkum eftir bestu getu. Sendu okkur línu og við munum skoða hvort við getum aðstoðað og með hvaða hætti.