Vantar þig aðstoð?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja fjarhjálparforrit Arinu.

Þegar forritið er opnað fær þjónustufulltrúi Arinu tilkynningu og tengist vél þinni innan tíðar.

Fjarhjálp
[email protected]
s: 419 9191
 

Gagnaafritun

Starfsfólk Arína hefur víðtæka þekkingu og reynslu af gagnaafritun fyrirtækja. Að ýmsu þarf að huga þegar öryggi gagna er annars vegar og ekki er sjálfgefið hvaða lausn hentar best í hverju tilfelli.

Við förum yfir þarfir þíns fyrirtækis og gerum tillögur að leiðum sem gætu hentað miðað við uppsetningu og skipulag fyrirtækisins.

Arína býður bæði upp á innanhússafritun, skýjaafritun, SaaS afritun eða blandaða afritun. Allt eftir því hvað hentar hverju og einu fyrirtæki.

Innanhúss afritun

Innanhússafritun er æskileg í tilfellum þar sem aðgengi að afritum þarf að vera hratt og einfalt. Með þessari leið er þó mkilvægt að hafa einnig skýjaafritun til viðbótar svo að gögnin séu örugglega varin gegn stórtjóni á eða í húsnæði fyrirtækisins.

Settur er upp afritunarþjónn sem tekur afrit af útstöðvum eða þjónar sem gagnadrif fyrir starfsfólk og jafnvel sameiginlegt gagnadrif eða sambland af öllum þessum möguleikum. Daglegt afrit er svo tekið af þjóninum og vistað í skýjaþjónustu sem er varin með 256 bita dulkóðun og stenst allar kröfur um GDPR.

Skýjaafritun

Öruggasta leiðin til að tryggja öryggi gagna í dag er að vista öryggisafrit í skýjinu.

Arína notast við lausnir sem henta mismunandi þörfum og uppsetningum fyrirtækja svo að lausnin sé sem mest sniðin að þörfum viðskiptavinarins.

Hægt er að taka afrit af útstöðvum, skjalaþjónum og jafnvel snjalltækjum. Windows, Mac, Linux, iOS og Android.

SaaS afritun

Jafnvel fyrirtæki sem vista gögnin sín í skýjinu eins og Microsoft OneDrive, Googe Drive o.fl. þurfa að huga að öryggisafritun gagna sinna. Þó svo að skýjavistun á gögnum sé talsvert öruggari en innanhúsvistun almennt, þýðir það ekki að gögnin séu með öllu örugg.

Skýjavistun tryggir það vissulega að gögn eru örugg ef stjórtjón verður og jafnvel þó að einstaka gagnaver myndu skemmast þá væru gögnin enn örugg. En skýjavistun tryggir ekki gegn mannlegum mistökum eða skemmdarverkum.

Það er mun algengara er en fólk grunar að starfsfólk eyði óvart gögnum og það er skammur tími sem þau skjöl eru geymd í ruslafötunni. Bæði i Microsoft og Google geyma aðeins eydd gögn í ruslatunnum í takmarkaðan tíma og eftir það er þeim varanlega eytt. Því er mikilvægt að huga að þessum þætti líka.

Arína vinnur með Datto, gagnaöryggisfyrirtæki sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Datto keypti Backupify sem var leiðandi í SaaS afritun og hefur nú sameinað það í sín kerfi.

Hafðu samband við okkur og við gerum tilboð sem hentar þínum rekstri.

 

Hér fyrir neðan getur þú einnig skoðað verðdæmi fyrir þjónusturnar sem við bjóðum.

Skoðaðu mismunandi verðdæmi fyrir skýjaafritun.

500
Skoðaðu kostnað miðað við áætlað gagnamagn
Samtals kr.

Skoðaðu Saas afritun í vefverslun okkar.

Athugið. Öll verð birt á síðunni eru birt með vsk. nema annað sé tekið fram.

Greitt er tímagjald fyrir uppsetningu tækja og þjónustu skv.  almennri verðskrá eða þjónustusamningi.

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur á síðu. Hafðu samband til að fá staðfest verðtilboð.

Arína áskilur sér rétt til að breyta verði á þjónustu ef verulegar breytingar verða á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Arína stillir álagningu sinni á endursöluþjónustu í hóf og því getur reynst nauðsynlegt að breyta verðum verði miklar breytingar.  Slík breyting getur verið gerð án fyrirvara.