Adobe Creative Cloud

Hjá Arína er hægt að nálgast Adobe Creative Cloud á skjótan og hagstæðan hátt.

Hægt er að velja sér stakt forrit í pakkanum (t.d Illustrator) og kostar hvert um 58 þúsund á ári*, en heildarpakkinn (um 20 forrit) er á um 136 þúsund á ári.* Þannig borgar sig í raun að taka allan pakkann ef þörf er á tveimur forritum eða fleiri.

Auk Creative Cloud pakkans er einnig hægt að kaupa stök forrit og aðgang að myndasafni Adobe.

 

Adobe rukkar ár í senn en við bjóðum upp á greiðsludreifingar með kreditkorti.

 

Við hvetjum þig til að hafa samband við sérfræðinga okkar og fá aðstoð við að finna lausnir sem henta best.

 

Adobe Creative Cloud inniheldur öll grafísk forrit frá Adobe eins og Photoshop, Illustrator, InDesign, Premiere Pro og svo mætti lengi telja.

 

 

Myndvinnsla og hönnun

Adobe er algjörlega leiðandi þegar kemur að myndvinnsluforritum. Photoshop er í raun svo mikill staðall í heiminum að almennt er talað um að photoshoppa myndir þegar þeim er breytt. Illustrator býður upp á svo til endalausa möguleika í hönnun og teikningu á meðan Indesign kemur öllu til skila, stafrænt eða á prent.

 

Myndbandavinnsla

Allt frá heimamybdböndum að stórum kvikmyndum, Adobe Creative Cloude er með hugbúnaðinn í verkið. Premier Pro er eitt víðamesta klippiforrit í heiminum og notað af byrjendum jafns sem atvinnufólki. Með After Effects hefur aldrei verið auðveldara að smíða áhrif og með Audition má jafnvel smíða hljóðið.

Ertu með hugmynd sem þig vantar að koma á skjáinn?

Símaöppin

Youtube vídeó þurfa jafn mikla gæðavinnu eins og bestu kvikmyndir. Með forritum Creative Cloud getur þú unnið hvaða myndefni og hljóð fyrir kvikmyndir, sjónvarp eða vefinn. Gríptu símann þegar þér dettur eitthvað í hug og útfærðu það svo betur þegar þú kemur í tölvuna.

 

Ekki stara á autt blað, nýttu tólin sem Creative Cloud gefur þér til að auðga hugmyndir lífi. Hannaðu merki, veggspjöld, auglýsingar, ljóðabækur og fleira. Málum, teiknum eða rissum með stafrænum burstum og strikum sem virka eins smjör í höndunum á þér. Skissaðu upp hugmyndina í símanum á fundinum og útfærðu hana svo í tölvunni.

 

Öll forritin eða öppin vinna saman þvert á milli tækja.

Athugið. Öll verð birt á síðunni eru birt með vsk nema annað komi fram.

Verð eru gengistengd og geta breyst án fyrirvara

Greitt er tímagjald fyrir viðbótaruppsetningu tækja og þjónustu skv.  almennri verðskrá eða þjónustusamningi.

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur á síðu. Hafðu samband til að fá staðfest verðtilboð.

Arína áskilur sér rétt til að breyta verði á þjónustu ef verulegar breytingar verða á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Arína stillir álagningu sinni á endursöluþjónustu í hóf og því getur reynst nauðsynlegt að breyta verðum verði miklar breytingar.  Slík breyting getur verið gerð án fyrirvara.