Tækniþjónusta og kerfisumsjón

Þjónustufulltrúar Arínu hafa áralanga reynslu af ýmiskonar tækniþjónustu og kerfisumsjón. Við sjáum um tölvukerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, stofnanir og félög og getum tekið að okkur heildstæða umsjón eða afmörkuð verk.

Við erum sérlega stolt af notendaþjónustu okkar og einsetjum okkur að veita persónulega, vinalega og öfluga þjónustu þegar á þarf að halda. Við reynum að halda biðtímum í lágmarki, enda er mikilvægt að leysa vandamál hratt og örugglega þegar fáar hendur eru að vinna að settum markmiðum.

Hver sem þörfin er getum við aðstoðað þitt fyrirtæki. Hafðu samband við okkur og við förum yfir málin með þér, þér að kostnaðarlausu.

Arína býður upp á þrennskonar þjónustuleiðir í tækniþjónustu og kerfisumsjón sem henta misvel hverjum og einum.

Almennt tímagjald

21.900 kr.*

 

Vinna er mæld í 15 mínútna skrefum
Ekkert lágmark
*vsk. er innifalinn

Mánaðarlegar vinnustundir

Mánaðarlegar vinnustundir henta almennt aðeins stærri einingum sem hafa fjölbreyttar þarfir. Gerður er samningur um reglulegar vinnustundir í hverjum mánuði sem svo safnast upp í allt að 6 mánuði ef þær eru ekki fullnýtar. Eftir því sem fastar vinnustundir eru fleiri því meiri afsláttur er veittur. Hafðu samband í dag til að fá tilboð!

2
Ónýttir tímar geymast í allt að 6 mánuði.
Samtals kr.

Ótakmörkuð tölvuþjónusta

Ótakmörkuð tölvuþjónusta hentar smáum og upp í meðalstórar skrifstofur með tiltölulega einföld tölvukerfi og skýjalausnir. Greitt er fyrir hverja tölvu sem á að vera í umsjón sem og hvern og einn prentara. Sett er upp forrit á hverri tölvu sem gerir þjónustufulltrúum Arínu kleift að tengjast vélinni með öruggum hætti og yfirtaka hana með samþykki notanda sem situr við vélina. Innifalið í þeirri uppsetningu er almennt eftirlit með tölvunni sem og óveiruvörn sem sett er upp með forritinu.

Innifalið í þessari leið er öll vinna, hvort sem er á staðnum eða í fjarþjónustu, við þær tölvur og prentara sem tilgreind eru í samninginum. Öll önnur vinna er unnin skv. almennu tímagjaldi. Endurnýjun tækja og annar efniskostnaður er ekki innifalinn.

2
Heildarfjöldi véla sem falla undir samning og eru í umsjón
1
Heildarfjöldi prentara sem falla undir samning
Samtals kr.

Ótakmörkuð fjarþjónusta

Ótakmörkuð fjarþjónusta hentar vel litlum einingum og jafnvel einingum sem eru fyrir utan Höfuðborgarsvæðið. Greitt er fyrir hverja tölvu sem á að vera í umsjón. Sett er upp forrit á hverri tölvu sem gerir þjónustufulltrúum Arínu kleift að tengjast vélinni með öruggum hætti og yfirtaka hana með samþykki notanda sem situr við vélina. Innifalið í þeirri uppsetningu er almennt eftirlit með tölvunni sem og óveiruvörn sem sett er upp með forritinu.

Öll fjarþjónusta er innifalin í verðinu sem og eftirlitið en ef þörf er á að mæta á staðinn er greitt fullt tímagjald fyrir þá vinnu. Einnig er rukkað fullt tímagjald fyrir fjarþjónustu við aðrar tölvur en tilgreindar eru í samningnum.

Hafðu samband og við förum yfir þarfiranr með þér og gerum tilboð!

2
Heildarfjöldi véla sem falla undir samning og eru í umsjón. Þurfi tæknifólk að mæta á staðinn er rukkað fyrir skv. almennu tímagjaldi.
Samtals kr.

Athugið. Öll verð birt á síðunni eru birt með vsk.

Greitt er tímagjald fyrir viðbótaruppsetningu tækja og þjónustu skv.  almennri verðskrá eða þjónustusamningi.

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur á síðu. Hafðu samband til að fá staðfest verðtilboð.

Arína áskilur sér rétt til að breyta verði á þjónustu ef verulegar breytingar verða á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Arína stillir álagningu sinni á endursöluþjónustu í hóf og því getur reynst nauðsynlegt að breyta verðum verði miklar breytingar.  Slík breyting getur verið gerð án fyrirvara.