SaaS afritun
Jafnvel fyrirtæki sem vista gögnin sín í skýjinu eins og Mocrosoft OneDrive, Googe Drive o.fl. þurfa ða huga að öryggisafriti gagnanna. Þó svo að skýjavistun á gögnum sé tlsvert öruggari en innanhússvistun almennt, þýðir það ekki að gögnin séu örugg.
Skýjavistun tryggir það vissulega að gögn eru örugg ef stjórtjón verður og jafnvel þó að einstaka gagnaver myndi skemmast þá væru gögnin enn örugg. En skýjavistun tryggir ekki gegn mannlegum mistökum eða skemmdarverkum.
Mun algengara er en margan grunar að starfsfólk eyði óvart gögnum og það er skammur tími sem þau skjöl eru geymd í ruslafötunni. Hvorki Microsoft eða Google tryggja gögn sem eytt er af starfsfólki sjálfu og því er mikilvægt að huga að þessum þætti líka.
Arína vinnur með Datto, gagnaöryggisfyrirtæki sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Datto keypti Backupify sem var leiðandi í SaaS afritun og hefur nú sameinað það í sín kerfi.