Gagnaöryggi

Gagnaöryggi

Öll fyrirtæki, stór og smá verða að hugsa um gagnaöryggi. Minni fyrirtækjum og frumkvöðlum hættir oft til að líta framhjá þessum lið eða telja nægilegt öryggi að afrita gögn á aukadisk sem tengdur er við tölvuna. Því miður er það allt of algegnt að þegar svo er verða fyrirtæki fyrir miklum skaða ef það verður fyrir barðinu á einhverskonar árás eða sýkingu.

 

Undanfarin ár hafa nýjar óværur eins og gagnaránshugbúnaður eða dulkóðunarvírusar eins og það er oft kallað (á ensku Ransomware) orðið mun alvarlegri hætta en hinir hefðbundnu vírusar sem hefur gert það að verkum að endurhugsa þarf gagnavarnir fyrirtækja. Við það bætist svo nýjar kröfur um gagnvernd í tenglum við ný persónuverndarlög (GDPR).

 

Einn mikilvægasti þáttur í gagnaöryggi, ef ekki sá mikilvægasti er gagnaafritun. Að taka öryggisafrit af gögnum fyrirtækisins er eina leiðin til að tryggja gögn gegn stórkostlegum áföllum hvort sem það er gagnaárás, skemmdir á tölvubúnaði eða hreinlega náttúruhamförum. Arína býður því öfluga og hagstæða skýafritun á gögnum af tölvum, netþjónum eða gagnaþjónum allt eftir þörfum hvers og eins.

 

Skoðaðu verðdæmi á gagnaafritun hér

 

Þar að auki býður Arinu upp á lausnir í öryggisafritun. Hvort sem þörf er á afritun á einstaka tölvum, tölvukerfum eða öryggisafritun á Google G Suite eða Office 365 þá hefur Arina lausn fyrir þitt fyrirtæki.

Share