Vantar þig aðstoð?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja fjarhjálparforrit Arinu.

Þegar forritið er opnað fær þjónustufulltrúi Arinu tilkynningu og tengist vél þinni innan tíðar.

Fjarhjálp
[email protected]
s: 419 9191
 

Google G Suite

Google G Suite

Arina er viðurkenndur Google G Suite (áður Google Apps) endursölu- og þjónustuaðili.

 

Google G Suite er öflugur hugbúnaðarpakki fyrir skrifstofuna. Í G Suite pakkanum er tölvupóstur, dagatal, skjalakerfi, spjall o.fl. Viðmót G Suite þekkja flestir en kerfið lítur nánast eins út og Gmail tölvupósturinn. Og fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að færa sig yfir í nýja póstkerfið er lítið mál að tengja Google póstinn við Outlook og önnur póstforrit.

 

Ólíkt Gmail pósti er G Suite pósturinn mjög vel varinn og er í raun einn af öruggari stöðum til að vista póst fyrirtækisins. Það er vegna þess að þótt það líti svipað út þá eru Gmail og G Suite alls ekki samskonar þjónustur. Gmail er fríþjónusta sem Google notar sem tilraunastofu og skilmálar hennar kveða á um að Google tekur enga ábyrgð á gögnum sem þar eru vistuð. Í raun stendur að Google sé eigandi allra gagna sem vistuð eru í Gmail. G Suite er annað mál. G Suite er fyrirtækjaþjónusta sem greitt er fyrir og Google meðhöndlar þá þjónustu sem slíka og ver með öllum ráðum. Öll visuð gögn eru einnig í eigu viðskiptavinarins og öll gögn eru vistuð á mismunandi gagnaþjónum um heiminn svo að ef eitthvað kemur fyrir á einum stað þá eru gögnin samt örugg á öðrum stað líka.

 

G Suite er einnig hagkvæmur kostur sem er t.d. ódýrari en Office 365 lausnin og býður einnig upp á mun öflugri möguleika á samvinnu og sveigjanleika, sér í lagi fyrir minni fyrirtæki.

 

Skoðaðu mismunandi þjónustuleiðir og verð hér

 

Share