Í hverjum mánuði útnefnir Arina félag eða félög sem við viljum styrkja með vinnu við tölvu- og kerfisþjónustu eða tækniráðgjöf. Þessi vinna er boðin á þeim grundvelli að hún er víkjandi fyrir vinnu greiðandi viðskiptavina Arinu en reynt er eftir fremsta megni að veita sem besta þjónstu á hentugum tíma. Ef viðkomandi félag óskar eftir meiri vinnu en þessum þremur tímum býðst sá aukatími á afsláttarkjörum. Almennt greiðandi viðskiptavinir njóta þó samt forgangs.
Arina býður einnig upp á afsláttarkjör af völdum þjónustum fyrir frjáls félagasamtök og góðgerðarstofnanir sem ekki eru reknar í gróðaskyni.
Arina býður upp á aðstoð við streymingu funda og fyrirlestra félagasamtaka og góðgerðastofnanna án endurgjalds ef útsendingin er send út á Youtube rás Arinu með merki Arinu í horni straumsins og tímasetning viðburarins er á tíma sem starfsfólk Arinu getur séð um það. Það getur í einhverjum tilfellum verið að kvöldi til. Að sjálfsögðu er einnig hægt að streyma viðburðinum annarsstaðar og er það þá gert út frá samkomulagi. Best er að heyra bara í okkur.
Arina undirritar trúnaðarsamning við viðkomandi félög.