Vantar þig aðstoð?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja fjarhjálparforrit Arinu.

Þegar forritið er opnað fær þjónustufulltrúi Arinu tilkynningu og tengist vél þinni innan tíðar.

Fjarhjálp
[email protected]
s: 419 9191
 

Samfélagsþjónusta

Arina vill hugsa vel um samfélag sitt og hefur óbilandi trú á frjálsum félagasamtökum og góðgerðarstofnunum til að bæta samfélagið og vinna að bættri stöðu minnihlutahópa.

 

Arina vill því gera það sem hún getur til að styðja við það góða starf sem þar er unnið.

 

Við viljum því bjóða félögum og stofnunum sem ekki eru rekin í gróðaskyni að heyra í okkur.

Í hverjum mánuði útnefnir Arina félag eða félög sem við viljum styrkja með vinnu við tölvu- og kerfisþjónustu eða tækniráðgjöf. Þessi vinna er boðin á þeim grundvelli að hún er víkjandi fyrir vinnu greiðandi viðskiptavina Arinu en reynt er eftir fremsta megni að veita sem besta þjónstu á hentugum tíma. Ef viðkomandi félag óskar eftir meiri vinnu en þessum þremur tímum býðst sá aukatími á afsláttarkjörum. Almennt greiðandi viðskiptavinir njóta þó samt forgangs.

 

Arina býður einnig upp á afsláttarkjör af völdum þjónustum fyrir frjáls félagasamtök og góðgerðarstofnanir sem ekki eru reknar í gróðaskyni.

 

Arina býður upp á aðstoð við streymingu funda og fyrirlestra félagasamtaka og góðgerðastofnanna án endurgjalds ef útsendingin er send út á Youtube rás Arinu með merki Arinu í horni straumsins og tímasetning viðburarins er á tíma sem starfsfólk Arinu getur séð um það. Það getur í einhverjum tilfellum verið að kvöldi til. Að sjálfsögðu er einnig hægt að streyma viðburðinum annarsstaðar og er það þá gert út frá samkomulagi. Best er að heyra bara í okkur.

 

Arina undirritar trúnaðarsamning við viðkomandi félög.

Hér er smáa letrið

  • Arina hefur úrslitavald að ákveða hvort og þá hverjum Arina veitir þjónstu á afsláttarkjörum eða án endurgjalds.
  • Ef Arina er ósammála stefnu viðkomandi félags eða af hvaða annarri ástæðu sem er áskilur Arina sér þann rétt að hafna ósk viðkomandi um samstarf án þess að þurfa að útskýra það með nokkru móti.
  • Arina áksilur sér rétt til að hætta við að veita þjónustu til félaga án þess að þurfa að gefa upp einhverja tilgreinda ástæðu án fyrirvara.
  • Arina áskilur sér rétt að minnast á að hafa unnið fyrir viðkomandi félag á vef sínum, samfélagsmiðlum og öðrum vettvangi svo framarlega sem það brýtur engan trúnað gagnvart félaginu. Arina mun þó aldrei minnast á félag án þess að hafa aðstoðað það með einhverju móti.

Hafðu samband

    Nafn

    Netfang

    Efni

    Skilaboð