Um Arínu

Arína er ungt og ferskt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni.

 

Markmið Arínu er að veita frábæra þjónustu á góðu verði til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, stofnanna og félagasamtaka.

 

Við trúum því að hver og einn viðskiptavinur hafi sínar sérþarfir og því viljum við hanna og sníða þjónustuna að þörfum hvers og eins svo að þjónustan nýtist sem best fyrir alla.

 

Við viljum stöðugt bæta okkur og bæta við fleiri þjónustuþáttum svo að við getum þjónustað þitt fyrirtæki betur og betur.

Ráðgjöf

Arina býður upp á almenna tölvu- og tækniráðgjöf. Við aðstoðum þig við að finna réttu lausnirnar fyrir þitt fyrirtæki. Við leitum uppi öflugar, öruggar og hagstæðar lausnir og erum stanslaust að leita að nýjum leiðum til að leysa málin.

Kerfisumsjón

Arína sér um tölvumálin fyrir þitt fyrirtæki. Hvort sem þú þarft allsherjar umsjón eða aðstoð með afmarkaða þætti í rekstrinum þá erum við tilbúin að aðstoða. Við bjóðum fjölbreyttar leiðir svo að þú getur fundið bestu leiðina fyrir þitt fyrirtæki.

Gagnaöryggi

Öll fyrirtæki þurfa að hugsa um gagnaöryggi. Það er allt of algengt að fyrirtæki líti framhjá mikilvægum þáttum eins og öryggisafritun, aðgangsstýringu og vírusvörnum þar til áfallið hefur skeð með óafturkræfum hætti. Við aðstoðum þig við að finna leiðir sem henta þínu fyrirtæki best til að tryggja gagnaöryggi með viðeigandi hætti.

Google Workspace

Arina er viðurkendur endursölu- og þjónustuaðili Google Workspace (áður G Suite). Við sjáum um þarfagreiningu, innleiðingu, kennslu og viðhald Google Workspace svo að allt ferlið sé eins einfalt og hugsast getur og valdi sem allra minnstri röskun fyrir þitt fyrirtæki.

 

Google Workspace innifelur tölvupóst, dagatal, skipuleggjara, vinnuspjall, skjalageymslu, ritvinnslu, töflureikni, glærusýningar, framúrskarandi samvinnutól og fjölmargt fleira á mjög góðu verði og þú kemst í öll þín vinnugögn hvar sem er í heiminum.

Aðstoð við vörukaup

Það getur reynst flókið mál að finna rétta búnaðinn fyrir þínar þarfir. Við höfum áralanga reynslu af innkaupum fyrir fjölda fyrirtækja.

Hvort sem þörf er á nýrri tölvu, fjarfundarbúnaði eða nýju lyklaborði þá getum við fundið það sem hentar þínu fyritæki best.

Streyming yfir internet

Við höfum mikla reynslu af upptöku og streymingu funda og annarskonar samkomum yfir internetið. Við getum leigt búnað, aðstoðað við uppsetningu eða séð um allan pakkkann og sent út beint eða unnið efni fundarins fyrir seinni tíma útgáfu.

Túlkabúnaður

Arína býður upp á leigu og umsjón með búnaði fyrir tungumálatúlkun á fundum og fyrirlestrum. Við getum einnig haft milligöngu um túlkaþjónustu ef þess er óskað. Þjónustan okkar er ódýrari en oft er þar sem við notum símaapp fyrir hlustendur sem tengist við þráðlaust net á staðnum. Hlustendur þurfa því einungis að mæta með símann sinn og heyrartól til að geta hlustað á túlk.

Fjölbreytt þjónusta

Arína er stöðugt að bæta við þjónustuþáttum og við bjóðum upp á ýmsa aðra þjónstu sem ekki er talin upp hér. Ef þig vantar aðstoð með eitthvað sem ekki kemur fram hér skaltu hafa samband. Það er aldrei að vita nema við getum aðstoðað.

Hafðu samband

    Nafn

    Netfang

    Efni

    Skilaboð