Hjá Arína er hægt að nálgast Adobe Creative Cloud á skjótan og hagstæðan hátt.
Hægt er að velja sér stakt forrit í pakkanum (t.d Illustrator) og kostar hvert um 58 þúsund á ári*, en heildarpakkinn (um 20 forrit) er á um 136 þúsund á ári.* Þannig borgar sig í raun að taka allan pakkann ef þörf er á tveimur forritum eða fleiri.
Auk Creative Cloud pakkans er einnig hægt að kaupa stök forrit og aðgang að myndasafni Adobe.
Adobe rukkar ár í senn en við bjóðum upp á greiðsludreifingar með kreditkorti.
Við hvetjum þig til að hafa samband við sérfræðinga okkar og fá aðstoð við að finna lausnir sem henta best.
Adobe Creative Cloud inniheldur öll grafísk forrit frá Adobe eins og Photoshop, Illustrator, InDesign, Premiere Pro og svo mætti lengi telja.
Myndvinnsla og hönnun
Adobe er algjörlega leiðandi þegar kemur að myndvinnsluforritum. Photoshop er í raun svo mikill staðall í heiminum að almennt er talað um að photoshoppa myndir þegar þeim er breytt. Illustrator býður upp á svo til endalausa möguleika í hönnun og teikningu á meðan Indesign kemur öllu til skila, stafrænt eða á prent.
Myndbandavinnsla
Allt frá heimamybdböndum að stórum kvikmyndum, Adobe Creative Cloude er með hugbúnaðinn í verkið. Premier Pro er eitt víðamesta klippiforrit í heiminum og notað af byrjendum jafns sem atvinnufólki. Með After Effects hefur aldrei verið auðveldara að smíða áhrif og með Audition má jafnvel smíða hljóðið.