Arina er tilbúin að aðstoða

Arina er tilbúin að aðstoða

Vertu hjartanlega velkomin á vef Arinu.

 

Arina er ungt og framsækið upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónar litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Markmið okkar er að veita fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu á grundvelli viðskiptavina okkar. Þ.e. við viljum greina þarfir hvers og eins og mæla með þjónustu sem hentar viðkomandi hverju sinni. Arina gerir sér grein fyrir að þarfir fyrirtækja breytast með tíð og tíma sem og stærð rekstursins. Þarfir þriggja manna fyrirtækis eru allt aðrar en 5o manna vinnustaðar.

 

Arina býður upp á fjölbreyttar lausnir í tölvuþjónustu, vefumsjón, gagnaöryggis og vistun, netöryggi o.fl. Arina vinnur einnig með öðrum fyrirtækjum til að geta veitt viðskiptavinum sem besta þjónustu. Má þar nefna t.d. efnisvinnslu fyrir vefsíður og aðra útgáfu.

 

Við höfum öll mismunandi hatta í lífinu og við berum þá misvel. Tölvu- og tæknimál eru einn af þessum þáttum sem margir vilja spara á og eyða í staðinn miklum tíma í að reyna að leysa málin sjálf. En tími okkar allra er verðmætur og við viljum hjálpa starfsfólki að einbeita sér að því sem það gerir best með því að sjá um tölvu- og tæknimálin á sanngjörnu verði á eins fljótlegan og auðvledan máta og hægt er hverju sinni.

 

Arina er mjög umhugað um samfélag sitt og nærumhverfi. Því viljum við aðstoða við frjáls félagasamtök og góðgerðarstofnanir eftir bestu getu og gefum t.d. vinnu eða afslátt miðað við þarfir hvers og eins félags sem og getu Arinu til að veita hjálp hverju sinni. Það er einlæg von okkar að geta hjálpað félögum að vinna að markmiðum sínum betur með það takmarkaða fjármagn sem flest félög og góðgerðarstofnanir hafa til að vinna með.

 

Það er margt nýtt og spennandi framundan og margar nýjungar eftir að koma fram. Arina verður virk í samtali við viðskiptavini á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter og Youtube svo endilega fylgstu með okkur þar og heyrðu í okkur. Við höfum bara gaman af því að heyra í áhugaverðu fólki.

 

Við hlökkum til að vinna fyrir þig og þitt fyrirtæki og fá tækifæri til að leysa spennandi vandamál sem koma inn á borð til okkar.

 

Kær kveðja,

Sigurður Júlíus Guðmundsson

framkvæmdastjóri Arinu