Gleðileg jól, gleðilega hátíð eða gleðilega frídaga

Gleðileg jól, gleðilega hátíð eða gleðilega frídaga

Nú líður að lokum ársins 2018 og nýtt ár tekur við.

 

Árið 2018 hefur verið viðburðaríkt og það hefur verið magnað ævintýri að koma Arínu af stað þessa fyrstu mánuði. Frá því að Arína hóf starfsemi formlega 1. september hefur starfið gengið vonum framar! Það er eingöngu góðum móttökum viðskiptavina Arínu að þakka. Því langar mig að segja innilega takk fyrir móttökurnar á þessum fyrstu mánuðum. Næsta ár verður ár vaxta og nýjunga hjá Arína og ég er gríðarlega spenntur fyrir þeim verkefnum sem lyggja fyrir núþegar. Það verður gaman að deila þeim með ykkur þegar þar að kemur.

 

Ég og Andrés munum eiða jólunum með fjölskyldu hans í Gvatemala og við sendum kærar kveðjur til allra heima á Íslandi. Við hlökkum til að hefja nýtt ár með ykkur eftir hátíðarnar.

 

Gleðileg jól, gleðilega hátíð eða gleðilega frídaga, hvað sem við á. Takk fyrir árið sem senn er á enda og njótið stundanna með fjölskyldu, vinum og öðrum vandamönnum næstu dagana og eigið gleðilegt og uppbyggilegt nýtt ár!

 

Sigurður J Guðmundsson
framkvæmdastjóri Arína upplýsingatækni.